Clean & Press

Tæknin:

Eins og við komum inn á þegar við fórum yfir Clean er þessi hreyfing lóðrétt. Látum bjölluna sveiflast í gegnum klofið. Um leið og bjallan sveiflast til baka úr klofinu, drögum við bjölluna lóðrétt upp og snúum henni um framhandlegginn. Þarna skiptir máli að sveifla bjöllunni ekki frá líkamanum því þá er hætta á að bjallan skelli of harkalega á handleggnum.

Við staðsetjum bjölluna fyrir miðju líkamans með lófann opinn til hliðar og rasskinnar spenntar. Í þessari æfingu er í lagi að virkja framanverð læri með því að beygja hnén örlítið þegar bjallan er dregin upp.

Þar sem bjallan situr nú á handleggnum, pressum við bjölluna upp yfir höfuð með lófann áfram opinn en í efstu stöðu vísar hann fram og tvíhöfðinn (bicep) liggur nú upp að eyranu. Á leiðinni niður látum við bjölluna lenda örstutt í Clean stöðu.

 

Swing.

Clean

Clean & Press

Squat

High Pull

Snatch