Saga ketilbjöllunnar

Maðurinn hefur stundað líkamleg átök sér til heilsubótar og styrkingar í þúsundir ára. Kínverjar áttu sína útgáfu af ketilbjöllum, steinblokkir (Stone Locks) sem búið var að skera handföng í. Þegar Han ættin réð ríkjum í Kína (206 B.C. – 220 A.D.) notuðu stríðsmenn þessar steinblokkir til að auka kraft, styrk og þol.

Stone Locks

Ef menn vilja fara enn lengra aftur í tímann til að finna merki um notkun manna á ígildi ketilbjalla þá fundist veggristur í Beni Hassan grafreitnum í Egyptalandi sem sýndu sveifluæfingar með steinum, gler- eða blýkúlum fyrir allt að 4000 árum síðan.

Rússar eiga þó heiðurinn af því að halda þessari hefð við og breiða út til vesturlanda. Þeir hafa lengi verið í fremstu röð meðal íþróttamanna og nota ketilbjöllur mikið í styrktarþjálfun sinni.