SKOGG aðferðin

michael-300x300Michael Skogg er einn reyndasti og færasti ketilbjölluþjálfari heimsins í dag og leiðandi í þeim fræðum. Michael sem er menntaður sjúkraþjálfari, NMT (Neuro Muscular Therapist) og sérfæðingur í endurhæfingu eftir íþróttameiðsl, kynntist ketilbjöllum fyrst fyrir rúmum tuttugu árum hjá þátttakanda á Hálanda-leikunum þegar hann var í bandaríska hernum, staðsettur í Skotlandi. Michael var óánægður með sínar daglegu æfingar sem oftar en ekki leiddu hann út í meiðsli.

Hann sá strax yfirburði ketilbjöllunnar sem heildarþjálfunar fyrir allan líkamann á stuttum tíma. Hann fór fljótlega að laga æfingarnar að þekkingu sinni.

Þessi langa reynsla hans af ketilbjölluþjálfun, skilningur á hvernig líkaminn og vöðvakerfi líkamans virkar og einstök nálgun hans á hvernig framkvæma á æfingarnar á öruggan hátt, hafa skotið honum í fremstu röð kennara og þjálfara í heiminum í dag.

Heimasíða SKOGG.