Blöðrur í lófum

Það er algengt að þeir sem stunda ketilbjöllur fái blöðrur í lófana undan þunga og núningi bjöllunnar. Þó að þetta sé hvimleitt þarf ekki að hafa stórar áhyggjur af þessu. Húðin aðlagast og styrkist á þessu svæði með tímanum. Það er líka algengt að blöðrur myndist eða taki sig upp þegar fólk þyngir bjöllurnar sem það notar.

Bionic GlovesTil að auka líkurnar á skjótari bata má hafa nokkur atriði í huga.

Fjarlægja húð sem myndar hnúða með því að sverfa niður eða klípa af.

Nota hanska sem vernda lófasvæðið. Passa að efnið geri ekki illt vera og klípi í auma svæðið. Misjafnt er hvaða hanskar eða grifflur henta hverjum og einum.

Ef farið er að blæða úr blöðrunum er gott að bera græðandi og sótthreinsandi á svæðið. Margir hafa góða reynslu af því að setja gervihúð yfir sárin.