Hlutir sem við mælum með

Það er óþarfi að marg-finna upp hjólið. Þeir sem hafa sveiflað ketilbjöllum lengi hafa reynt og keypt ýmsan búnað áður en dottið er niður á þann rétta. Hér langar okkur að deila með ykkur því sem við höfum prófað og getum með réttu sagt að við mælum með.

 

C4_web182Fyrir æfingar:

C4 frá Fitness Sporti hefur verið eitt vinsælasta Pre Workout efni í Bandaríkjunum síðustu ár.

Ef þú sækist eftir miklum styrk, auknu blóðflæði út í vöðvana og einhverju sem kemur þér vel í gang fyrir æfingar þá er C4 efnið fyrir þig. Hentar vel fyrir allar boltaíþróttir, ketilbjölluæfingar, lyftingar, frjálsar, Cross Fit, Bootcamp og aðrar íþróttir sem krefjast vöðvastyrks og úthalds.

Það er einmitt það sem ketilbjölluæfingar krefjast mikils úthalds og vöðvastyrks.
Nánar.

 

kettleguard_v1Á æfingunni:

Kettle Guard ketilbjölluhlífar. Eitt það mikilvægasta á ketilbjölluæfingum eru hlífar fyrir framhandlegginn. Margir læra það af biturri reynslu. Þrátt fyrir að margt sé hægt að nota er mikill gæða munur á því sem í boði er. Kettle Guard ketilbjölluhlífarnarnar hafa tvo mikilvæga eiginleika. Þær eru lengri en flestar hlífarnar á markaðnum og eru með styrkingu sem hlífa handleggjunum enn frekar fyrir höggum og nuddi.

 

TRX ketilbjöllur. TRX eru þekktir fyrir vandaðar vörur fyrir íþróttafólk en hafa nýlega hafið framleiðslu á þessum hágæða bjöllum. Þær eru einstaklega stöðugar á gólfi með góðan þyngdarpunkt og passlega stórar í samanburði við þyngd. Handfang ketilbjöllunnar hefur mjúka sandblástur áferð sem er mjög gott fyrir gripið sérstaklega þegar hendurnar eru orðnar þvalar af svita.

Nánar.

 

 

 

Vibram

Vibram Five-Fingers tásuskór. Við mælum með þessum skóm á ketilbjölluæfingar. Skórnir veita mun betri jarðtengingu en venjulegir íþróttaskór. Þeir gefa færi á að beita iljunum á annan hátt þegar nota á tábergið með hælum í sumum æfingum eða þegar  “grípa” þarf í gólfið.
Nánar

 

 

Nectar4_dunkar-250x250Eftir æfingu:

Gott prótein er nauðsynlegt til að næra þreytta vöðva eftir góða ketilbjölluæfingu. Við mælum með Nectar frá Fitness Sporti.

Nectar er Whey Protein Isolate sem inniheldur hvorki kolvetni né fitu. Lactósa- og Glútenfrítt.

Nánar.

 

 

 

GarminVIVHRAllan sólarhringinn:

Garmin Vivosmart HR er heilsu- og snjallúr með innbyggðum púlsmæli. Mjög gott fyrir þá sem vilja fylgjast með stöðu líkamans frá einum tíma til annars. Með þessu úri má kortleggja brennslu líkamans, svefn og skref svo fátt eitt sé talið.

  • Innbyggður púlsmælir sem skráir mælingu allan sólarhringinn
  • Góður skjár sem sést vel á í sól. Nett ól sem er þægileg í daglega notkun.
  • Sýnir skrefafjölda, vegalengd, kaloríur, púls, fjölda hæða sem þú gengur og hversu mikið þú stundar æfingar.
  • Birtir frá snjallsímanum textaskilaboð, símhringingu, tölvupóst, dagatal og tilkynningar frá samfélagsmiðlum
  • Nýtist til að fjarstýra tónlistinni þinni úr símanum og VIRB® myndavélinni (seld sér)
  • Minnir þig á að hreyfa þig með viðvörun með titringi og með kyrrsetustiku á skjánum
  • Nánar.

 

 


Ef þú ert með vöru sem þú telur henta vel þeim sem stunda ketilbjölluþjálfun, hafðu þá samband. Sendu okkur póst á ketilbjöllur@ketilbjollur.is