Ný rannsókn vísindamanna við Harvard háskólann í Bandaríkjunum ásamt háskólum í Oregon og Texas varpar ljósi á það hvernig gott er að draga úr streitu og auka sjálfsöryggi á einfaldan og fljótlegan hátt.
Niðurstöðurnar eru nokkuð merkilegar og staðfesta enn frekar hversu magnað fyrirbæri mannslíkaminn er en það hvernig líkamsstöðu við veljum okkur er lykilatriði.
Í umræddri rannsókn, undir stjórn Amy Cuddy, fengu rannsakendur 42 sjálfboðaliða til liðs við sig. Fyrst var munnvatnssýni tekið úr hverjum og einum og magn testosteróns og Cortisol mælt. Því næst voru þátttakendur beðnir um að standa eða sitja annað hvort í há-kraftstöðu eða lág-kraftstöðu í tvær mínútur og munnvatnssýni tekið aftur og magn hormónanna mælt að nýju.
Hákraftstaða (High Power Stance) er opin staða þar sem fólk stendur eða situr með hendur á mjöðm eða spennir greipar fyrir aftan hnakka. Lágkraftstaða (Low Power Stance) er lokuð staða þar sem fólk stendur eða situr með krosslagðar hendur og/eða fætur.
Niðurstaðan kom rannsakendum verulega á óvart. Hjá þeim sem tóku sér há-kraftstöðu jókst magn testósterons um 20 prósent og magn streituhormónsins Cortisol minnkað um 25 prósent jafnt hjá konum og körlum.